Sala á eignum þb. Kamba byggingavara
Hildur Ýr Viðarsdóttir, skiptastjóri þb. Kamba byggingavara ehf., hefur lokið sölu á stærstu eignum þrotabúsins, þ.m.t. glerverksmiðjunni á Hellu, sem áður var rekin undir heitinu Samverk. Smiðjutorg ehf., sem er dótturfélag Stjörnublikks ehf. og er í meirihluta eigu Finnboga Geirssonar, keypti þann hluta eigna þrotabúsins. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin og mun reksturinn hefjast að nýju á sama stað.
Skiptastjóri hefur selt álhluta þrotabúsins til Álfags ehf. og handriðahluta þrotabúsins, sem áður var kenndur við Sveinatungu, til Álkerfis ehf.
Skiptastjóri, aðrir lögmenn Landslaga og ARMA Advisory önnuðust söluna.