Unbroken tryggir 800 milljóna króna fjármögnun

Zym Ice hf., móður­fé­lag ís­lenska sjáv­ar­líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Un­broken, hef­ur tryggt sér 800 millj­óna króna fjár­mögn­un með út­gáfu breyt­an­legra skulda­bréfa. Fjár­fest­ar í viðskipt­un­um eru IS Haf fjár­fest­ing­ar slhf., Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja og nokkr­ir einka­fjár­fest­ar. Fjár­mögn­un­inni er ætlað að styðja við alþjóðlega stækk­un Un­broken, einkum á sviði sölu, dreif­ing­ar og markaðsstarfs á er­lend­um mörkuðum.

Un­broken fram­leiðir sam­nefnt fæðubót­ar­efni sem bygg­ir á niður­brotnu laxa­próteini. Var­an hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir virkni og er meðal ann­ars notuð af at­vinnuíþrótta­fólki, í heil­brigðis­geir­an­um og af al­menn­ingi sem legg­ur áherslu á hraða end­ur­heimt. Á dög­un­um und­ir­ritaði fyr­ir­tækið sam­starfs­samn­ing við alþjóðlega hjól­reiðaliðið Lidl-Trek sem tek­ur nú þátt í Tour de France og hygg­ur á víðtæka dreif­ingu í gegn­um alþjóðleg sölu­kerfi tengd því sam­starfi.

Ráðgjaf­ar fé­lags­ins í viðskipt­un­um voru ARMA Advisory, Foss­ar fjár­fest­ing­ar­banki og lög­fræðistof­an BBA//​Fjeldco.

Stein­ar Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Zym Ice hf.
Un­broken er eitt fram­sækn­asta sjáv­ar­líf­tæknifyr­ir­tæki á sínu sviði. Þessi fjár­mögn­un er mik­il­væg fyr­ir okk­ur og staðfest­ir einnig traust bæði til vör­unn­ar og teym­is­ins okk­ar. Með henni get­um við byggt hraðar upp alþjóðlega dreif­ingu á vör­unni okk­ar og mætt þannig auk­inni eft­ir­spurn.“

Brynjólfur Gísli Eyjólfsson, sjóðstjóri IS Haf
„Við telj­um Un­broken vera afar spenn­andi fjár­fest­ing­ar­tæki­færi sem sam­ræm­ist okk­ar fjár­fest­ing­ar­stefnu vel. Virkni vör­unn­ar er vís­inda­lega rann­sökuð og hef­ur bæði af­reksíþrótta­fólk og áhuga­menn tekið vör­unni ákaf­lega vel. Fé­lagið býr yfir öfl­ugu teymi sem hef­ur lagt grunn að vexti með upp­bygg­ingu á vörumerki og með mark­vissu markaðsstarfi. Við hlökk­um til sam­starfs­ins með teym­inu og öðrum fjár­fest­um í Un­broken.”

Next
Next

Sala á eignum þb. Kamba byggingavara